Sá á fund sem finnur....

eða hvað ?

Ég var á ferð í Vestmannaeyjum fyrir stuttu, átti þar yndislegan  dag með góðu fólki, svo sem ekki í frásögur færandi. Nema hvað frúin keypti sér mynjagrip, forláta innkaupapoka sem hægt er að brjóta saman þannnig að lítið fari fyrir honum. Þægilegt þegar maður er á ferðinni og þarf að skreppa í búðina. Pokinn er ekki framleiddur í Eyjum en meiningin var að hann yrði skemmtileg minning um minnisstæðan dag.

Í síðustu viku, n.t.t. miðvikudaginn 18. júlí var ég á ferðinni í Borgarnesi, sem oftar, skrapp í Bónus til að kaupa lítilræði og hafði pokann góða með, stakk honum í jakkavasann. Þegar ég var komin að kassanum og ætlaði að tína vörurnar í pokann var hann horfinn. Til þess að tefja nú ekki aðra viðskiptavini greiddi ég fyrir vörurnar og plastpoka sem ég ætlaði einmitt að spara mér og fékk að geyma góssið hjá kassadömunni. Ég leitaði  um alla búð en ekki fannst pokinn minn Frown  Ég spurði starfsmann hvort einhver hefði komið með pokann en svo var ekki. Kassadaman lofaði að kanna málið og ég sagðist verða í sambandi. Tveimur dögum síðar var ég aftur á ferðinni í Bónus í Borgó og spurði að sjálfsögðu um pokann minn. Starfsfólkið var ekkert nema elskulegheitin og margir vissu greinilega um dularfulla pokahvarfið en því miður, pokinn minn finnst ekki.

Ég ætla ekki reyna að lýsa því hvað ég er sár. Hvað fær fólk til að slá eign sinni á það sem það á ekki ?

Sjálf hef ég lent í að finna hluti sem aðrir eiga og tekist að koma þeim til skila. Ég hef líka  endurheimt hluti sem ég  hef tapað.

Ef þú lesandi góður sérð bláann innkaupapoka úr plasti, með litríkum áletrununum og myndum á ensku og  hægt er að brjóta saman og smella með tveimur litlum böndum, veistu um hvað ég er að tala. Það er mynd af nákvæmlega eins poka aðeins neðar á síðunni Cool

Það sem við finnum hefur einhver annar átt, jafnvel unnið fyrir hörðum höndum, fengið að gjöf og tengist jafnvel góðum minningum.... Crying Reynum að finna eigandann ef þess er nokkur kostur. Sá sem fann pokann minn hafði tök á því að koma honum til starfsmanna Bónus, en kaus að gera það ekki

Heiðarleiki er mannkostur sem aldrei fellur úr gildi, gleymum því ekki Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband