Markmið..

eru nauðsynleg ef ná á árangri. Það gildir um svo margt í lífinu og þar á meðal líkamsrækt. Það er líka nauðsynlegt að umbuna sjálfum sér þegar markmiðinu er náð. Ég hef verið dugleg við það  og þegar ég var í náminu mínu í KHI umbunaði ég mig alltaf með spennandi bók eftir prófatarnir.  Í dag hef ég sett mér markmið varðandi þyngdartap og skipt þeim kílóafjölda niður í skref. Hvert skref eru 5 kg og þegar þeim er náð er haldið uppá það. Þegar ég næ fyrsta markmiðinu, sem nálgast óðum. mun ég gera eitthvað fyrir sjálfa mig og leyfa e.t.v. fleirum að njóta með. Ég hef skipulagt hvað hvert skref gefur sem umbun og er orðin býsna spennt að vinna að þeim og njóta.  Hvert kg er mikilvægt og 5 kg eru stór skref sem ber að fagna. Meira um það síðar.  Umbunin hvetur mig áfram og ég veit að þannig er um fleiri. Ég er kannski eins og asninn sem eltir gulrótina og ef það er þannig, þá það Wink  Þetta kerfi virkar fyrir mig.

Auðvitað á ég mína daga þar sem ég nenni alls ekki að hreyfa mig en þeir eru nú ekki margir núorðið. Stunum ímynda ég mér að á öxlunum mínum sitji tveir álfar. Annar er klæddur hlaupagalla og íþróttaskóm og er tilbúin að skella sér í ræktina eða út að skokka/labba/lyfta/hjóla. Sá er hvetjandi og er óþreytandi að benda mér á þá staðreynd að mér líður svo mikið betur þegar ég hreyfi mig. Fyrir utan þá staðreynd að magtaræðið er mun betra þegar ég hreyfi mig. Hinn álfurinn eða púkinn öllu heldur, er í gömlum náttbuxum og slitinni peysu og liggur ferkar en situr í leti sinni með óhollustu í annarri og fjarstýringuna í hinni. Honum er oftar en ekki hrint niður af öxlinni, stundum reynir hann að príla upp en honum reynist það  erfitt. Auðvitað koma dagar þar sem púkinn fær að ráða en málið er bara að mér líður svo miklu betur þegar líkamsræktin er stór hluti af daglega lífinu Whistling 

Fjölbreytt hreyfing og að viðkomandi hafi áhuga og ánægju af þeirri hreyfingu er lykillinn að árangri. Ekki má heldur gleyma mataræðinu sem skipar stórt hlutverk. Ég hefur notað svokallað nammidagakerfi síðustu mánuði. Mínir nammidagar eru oftast laugardagar, tók þann dag með trompi í gær. Ekki var laust við samviskubit og þungan rass í morgunn og til að vinna á því var góðum hluta dagsins varið í göngu og skokk í fallegu Heiðmörkinni. Auðvitað á maður að njóta nammidagsins, til þess er hann, en mér fannst bara að sveitti hammarinn og  fáu frönsku kartöflur sem í minn munn og maga fóru gera mig bara þunga og lata. Kannski vegna þess að ég er óvön að borða svona mat Tounge

Skellti mér í góða fjallgöngu  í gær. Gekk á Úlfarsfellið með góðri vinkonu og það var skemmtilegt. Mátulega erfitt  þegar maður hefur ekki gengið á fjöll lengi. Nú langar mig mest til að fara á Helgafellið og Esjuna sem fyrst. Hver veit, kannski næ ég að draga eiginmanninn eða einhvern annan með mér í sumarfríinu. Devil 

Heilsaði uppá Viktoríu í gær. Í stuttu máli sagt þá  var engu tauti við hana komandi, engin breyting frá síðustu mælingu viku áður. Hún mun því fá stutt frí. Ég finn hvernig fötin passa betur, keypti mér flík í síðustu viku og hún var í minna númeri en ég er vön að kaupa. Það segir mér meira en tölur á baðvigt. Þrek og úthald eykst og mér líður betur. Það eru góða fréttir og helstu kostir þess að hreyfa sig reglulega og af krafti ásamt því að huga að mataræðinu Cool

Verkefni næstu vikna er að ná betri tíma í 10 km skokkinu. Svo má ekki gleyma því að njóta þess að vera til...... InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband