Allt gott að frétta....

af mér og Viktoríu vinkonu minni. Hún á samt stundum erfitt með að stilla sig og fíflast út í eitt. En síðustu vikur hefur hún bara sýnt góðar tölur og býsna stutt í að ég nálgist langþráði takmark, nefninlega að komast niðurfyrir töluna 80 Whistling 

Ég er búin með tímann hjá einkaþjálfaranemanum mínum, sem þreytir sitt bóklega lokapróf á morgun, veit að hún á eftir að rúlla því upp.  Mælingarnar sem gerðar voru í síðustu viku komu á óvart, sumt stóð í stað líkt og fituprósenta og BMI en sentimetrarnir fuku, sérstaklega  af lærum og mjöðum. Ég hef alltaf sett fyrirvara við BMI niðurstöður þegar ég lyfti, vöðvar eru jú þyngri en spekið Wink 

Síðustu helgi fórum við hjónin í bústað og þar var slakað á. Ég leyfði mér einn lítinn Coronabjór, sem ég kláraði reyndar ekki.... gamlan sofnaði bara frá hálfdrukkinni flösku, alveg búin á því eftir sólbað á pallinum. Svo var auðvitað rauðvín með grillinu og smá nammi en allt var þetta borðað með góðri samvisku og án eftirsjár enda hóflega skammtað. Keypti dýrindis brauð í Mosfellsbakarí og sjúklega góða osta og sultu, nokkuð sem ég borða bara um helgar og nýt hvers bita. Gerði reyndar þau stóru mistök að sleppa þvi að taka með mér hlaupaskó og föt...... langaði svo sárlega út að skokka á sunnudeginum. Þetta kemur ekki fyrir aftur Blush 

Horfði á tvo þætti af Biggest Looser  í boði Skjás 1, þeir gleymdu að trufla og er ég þeim mjög þakklát. Það er eitthvað við þessa þætti sem mér finnst áhugavert, ekki það að þyngdartap þátttakenda er fáranlega mikið  og kröfurnar miklar. En samstaðan, áhuginn og árangurinn í lokin hvetja mig áfram ásamt góðum ráðum frá þjálfurum. Ef ég hefði kost á því að fara í svona ræktarbúðir í nokkrar vikur með hörkuþjálfurum og aðhaldi væri ég ekki lengi að ná af mér þessum 10.5. kg sem enn sitja sem fastast. Væri ekki verra ef búðirnar væri á fallegum stað þar sem hægt væri að skokka, skoða og njóta. California, Maine, Vermont eða Colorado væri alveg kjörið fyrir mig....já eða bara hérna heima á Fróni....Halo 

Fór í langan skokktúr í gær, hlaupaúrið var skilið eftir heima þar sem ég hafði gleymt að hlaða það en ég skokkaði í 80 mín og það eru  ca 8 - 10 km. Fer þessa leið aftur í næstu viku og mæli nákvæmlega. Naut þess að vera úti og leið bara vel á eftir...... InLove

Á morgun er Kvennahlaupið og þá ætla ég að skokka 5 km Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér Jóhanna, þetta kemur og ég dáist að þér fyrir dugnaðinn. Þú ert fyrirmyndin mín:) langar að sjá fleiri svona pósta og meiri hvatningu á FB - takk fyrir:) knús

Guðrún Stefáns (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 11:27

2 Smámynd: Lífsbókin

Takk Guðrún mín, alveg sjálfsagt....

Lífsbókin , 15.6.2012 kl. 11:32

3 identicon

Ég brosti aðeins að eigin hraða. Þú skrifar ,,... sem enn sitja sem fastast. Væri ekki verra ef staðsetningin væri á fallegum stað ....

Eirny (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 11:33

4 Smámynd: Lífsbókin

Takk fyrir að benda mér á þetta, Eirný. Betur sjá augu en auga...laga þetta

Lífsbókin , 15.6.2012 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband