Fyrsti áningarstaður

Nú eru rúmir þrír mánuðir síðan ég lagði af stað í þetta ferðalag. Full bjartsýni og baráttuvilja og ekki í boði að gefast upp. Það hefur ekki breyst. Eftir fyrsta áfanga þarf ég samt að sparka duglega í botninn á sjálfri mér. Þetta er ekki hægt Crying Enn er ég hangandi við sama staurinn þegar kemur að hreyfingu og einmitt þegar ég hélt að ég væri búin með allar afsakanir þá fann ég fleiri. Ég fór út að hlaupa, í eitt einasta skipti og síðan ekki söguna meir. Er það í lagi? NEI.

Samt sem áður er mataræðið í góðum gír. Það kom í ljós í reglulegum mælingum með einni undantekingu þó. Það eina sem hægt er að gera í því máli er að HREYFA SIG, það eru engar nýjar fréttir fyrir mig. Nú er tæp vika síðan ég fékk að vita að það er of mikil sykur í blóðinu mínu og ef ég held áfram að sitja á rassinum og sannfæra sjáfa mig um að það sé nægileg hreyfing að labba í og úr strætó er voðinn vís. Vissi að ég væri sæt en ekki alveg svona ..... Kannski verður hægt að hafa mig út á ís næsta sumar Whistling

Samt sem áður eru góðir hlutir að gerast. Keypti mér flík í minna númeri en ég hef gert hingaðtil og það var bara góð tilfinning, fyrir utan hvað ég var fín. Þannig að nú er að koma sér úr sporunum, drattast í ræktina/út að labba/skokka/hlaupa....  og halda þessu ferðalagi áfram. Get. Ætla. Skal  Halo


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband