13.5.2012 | 22:44
Á réttri leið......
fékk það staðfest í síðustu viku að ég væri á réttri leið. Skellti mér í mælingu í uppáhalds stöðinni minni, World Class í Hafnarfirði. Byrjaði átakið á því að fara í mælingu kringum 20. mars. Eftir rúmar 6 vikur höfðu fokið 13 cm og heil 6 % af fitu. Ég veit að þessi fituprósentumæling er umdeild en hún segir mér margt. Síðustu vikur hef ég þyngt umtalsvert lóðin sem ég lyfti miðað við það sem ég hef verið að gera s.l. ár.
Viktoría er enn með stæla, sýnir bara að ég hef þyngst um 1.5. kg eftir að hafa misst rúm 3, en ég veit að það eru vöðvar en ekki spek svo ég er alveg pollróleg. Hún þarf sko að fara að passa sig.....
Byrja á spennandi verkefni á morgun, mánudag þar sem ég samþykkti að vera lokaverkefni fyrir nema í einkaþjálfun og fæ að launum fría einkaþjálfun í einn mánuð. Hlakka mikið til því það var alveg kominn tími á nýtt prógram og vonandi fjúka fleiri cm og enn fleiri fituprósentur Spennandi að sjá árangurinn eftir þrjú skipti í hverri viku í heilar 4 vikur. Ég er tilbúin fyrir puð, púl og góðan árangur. Það þarf víst að vinna fyrir þessu, þessir blessuðu vöðvar þjálfa sig víst ekki sjálfir
Leyfi ykkur að fylgjast með
Athugasemdir
Dúleg ertu. Ég þyrfti sko að komast í svona ókeypis einkaþjálfun. Ekki slæmur díll þar ;)
Unnur (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.