Morgunstund gefur gull í mund....

eða þannig....Crying 

Þannig var það a.m.k. ekki hjá mér. Ég fór og heilsaði uppá Viktoríu, vinkonu mína á baðherberginu uppúr kl. 7 og sú var í stuði. Hún sýndi allt frá 1.1. kg og uppí 188 kg. glætan, spætan að ég geti tekið mark á þessu bulli. Það var alveg sama hvað ég reyndi að tjónka við hana, hún hélt áfram að rugla. Ég færði hana til á gólfinu, því stundum lætur hún svona ef hún stendur á samskeytum. Nei nei ekkert gerðist. Bara leiðindi...Frown  sú þarf að fara að passa sig.......Í alvöru.

Ég var búin að ákveða að fara í ræktina og lyfta og það þurfti ofurkrafta og 3 tonn af þrjósku til að koma mér þangað.Svei mér þá, mér fannst Viktoría hvísla: Fitubolla, þú getur þetta ekki, og sængin gargaði: Komdu til mín. ég er svo mjúk og góð og koddinn bætti í með því að segja:, Ég skal hugga þig Devil.

EN, NEi  NEI OG AFTUR NEI... ég klæddi mig og fór í ræktina. Heilsaði upp á vigtina þar og hún sýndi 3 kg fleiri en í síðustu viku. Halló Hafnarfjörður, hvað er í gangi ?  Lyfti  og djöflaðist í rúman klukkutíma og reyndi að gleyma þessum vigtaraunum, en velti því samt fyrir mér hvað væri að. Ég sem er búin að vera svo dugleg, tók vatnsdrykkjuna í gegn og skrái hjá mér hvert drukkið vatnsglas eða 1 1/2 - 2 1/2 lítra á dag. Labba, skokka, lyfti.... Er ég kannski að breytast í hval, hvað veit ég ? Whistling

Fékk svo  óstöðvandi hiksta á meðan ég tók plankann og trúið mér, það er ekki þægilegt Blush 

Vona bara að minn skammtur af leiðindum sé búin í bili því að ég ætla að gera svo margt skemmtilegt í dag InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skalt sko ekki láta viktoríu eða hfj vigtina slá þig útaf laginu! Heldur bara áfram eins og ekkert hafi í skorist og verður ennþá duglegri fram á næsta föstudag! Nota þetta sem góða hvatningu til að gera enn betur en ekki til að hætta við eða slaka á :)

Hef fulla trú á þér, þú ert svo dugleg!

Knús :**

Alexandra (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 11:13

2 identicon

Takk elsku Alexandra, nei það stendur ekki til að gefast upp eða slaka á.... Ég fór líka í ræktina í morgunn og tók vel á því, þrátt fyrir þessi leiðindi.. ..  

Risaknús

Jóhanna (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband