24.5.2013 | 14:00
Ostakökur og flottar konur
Ég er svo ljónheppin að vera í skemmtilegum kökuklúbb með frábærum konum. Þegar mér var boðið í kúbbinn, fyrir um það bili ári síðan, þekkti ég eina vel, kannaðast við aðra og kynnist þeirri þriðju. Siðan höfum við boðið fleiri flottum konum í hópinn. Til þess að fá inngöngu þarf viðkomandi að kunna eða hafa áhuga á að læra að baka ameríska ostaköku. Fundirnir ganga út á að bjóða heim í köku og kaffi/te og oftar en ekki skemmtilegt spjall. Stundum er þema, kjólar og hattar eða meðlimir lesa eitthvað skemmtilegt, sögur eða ljóð t.d. eftir konur í tilefni konudags. Ýmsir siðir tengjast þessum boðum, sem ekki verða nefndir hér
Klúbburinn hittist nokkrum sinnum á ári og borðar saman ostaköku. Nú er komið að mér, í annað sinn. Í næstu viku komum við saman og gæðum okkur á ljúffengri ostaköku, ég er búin að velja mér uppskrift úr smiðju uppáhalds veitingastaðarins í Boston, en hún er að sjálfsögðu leyndarmál þangað til dömurnar mæta í boðið. Hið hin bíðið bara spennt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.