6.6.2012 | 11:04
Í góðum málum..
og árangur síðustu vikna lætur ekki á sér standa. Spennandi að hitta Viktoríu á föstudagsmorgnum og sjá hvað hún hefur fram að færa. Síðustu 2 vikur hefur hún aðeins komið með góðar fréttir og lofar að von sé á fleiri slíkum í nánustu framtíð. Eins gott að hún standi við það daman Sé fram á að ég nái markmiðum mínum fyrir árslok. Góðir hlutir gerast hægt og þetta er allt á réttri leið þannig að það er engin ástæða til annars en að halda galvösk áfram. Hef breytt miklu varðandi hugsanagang tengdan mat og það er hluti af þessum góða árangri að mínu mati. Eitt gott dæmi er bakarísferð fyrir nokkrum dögum. Ég æfði í Laugun einn frídaginn, þar sem aðeins var opið á nokkrum WC stöðum. Ekki slæmt að koma þangað endrum og eins og ljúft að skella sér í sund eftir púlið. Mundi á leiðinni heim að það vantaði brauð á heimilið og ég auðvitað sársvöng eftir æfingu og sólbað í sundlauginni. Í stað þess að kaupa brauð og sætabrauð til að hafa með kaffinu greip ég gróft heilkornabrauð og uppáhaldsbrauðið með ólífum úr Mosfellsbakarí til að hafa með heim, Þegar ég kom út í bíl áttaði ég mig á því að ég tók ekki eftir sætabrauðinu.... sem ábyggilega var þarna líka, það stóð ekki til að kaupa neitt slíkt. Aftur á móti greip ég með mér dýrindis kirsuberjasultu til að hafa með ostinum og brauðinu og það var alveg guðdómlega gott..... Þetta er allt í hausnum á okkur, það er bara þannig.
Nú eru vikurnar fjórar með einkaþjálfaranemanum mínum alveg að verða búnar, aðeins tvö skipti eftir með henni. Það verður skrítið að æfa aftur ein en ég hef nú gert það svo lengi þannig að það verður ekki erfitt. Þessar fjórar vikrur hafa liðið alveg ótrúlega hratt og við skemmt okkur vel saman. Hún býr til fyrir mig nýtt kerfi til að fara eftir. Ég ætla reyndar að breyta aðeins um takt miðað við þann sem hef verið í í vetur og fara út að skokka oftar og lyfta sjaldnar. Miða við 2 lyftingaæfingar í viku til að halda vöðvamassanum við og skokka þrisvar eða oftar. Þarf að bæta tímann minn fyrir Reykjavíkurmaraþonið í ágúst. Spennandi
Öll hreyfingin og mataræðið er að skila sér með betri heilsu. Það fékk ég staðfest í síðustu viku þegar niðustöður úr blóðprufum sýndu svart á hvítu að fimmtuga konan er í góðum málum, fékk mikið hrós frá doksanum. Tölurnar hafa ekki verið svona flottar í mörg ár.....
Fer í mælingu hjá Þjálfaranum á föstudag og þá er von á fleiri góðum fréttum.....
Athugasemdir
Glæsilegt hjá þér Jóhanna. Nú er ég í óða önn að æfa fyrir Reykjavíkur-tíukílómetramaraþonið mitt. Mín Viktoría er algjör tík. Ekki mjög samvinnuþýð. Ég ulla bara á hana og ætla að hlaupa 5km í Kvennahlaupinu á afmælisdaginn. En þú?
Unnur úberskokkari (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 11:24
Já að sjálfsögðu fer ég í Kvennahlaupið..... Í Garðabæ eða Mosó.... Ekki komið á heint ennþá. Þú þarft bara að gera Viktoríu grein fyrir því að hún verður látin út í rusl ef hún er með múður Áfram með þig....
Lífsbókin , 6.6.2012 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.