23.5.2012 | 19:35
Nýtt afrek
Síðustu dagar hafa verið annasamir og tíminn flogið. Mikið að gera, bæði heima og í ræktinni og ekki tími til að hvíla sig eftir veturinn. Vonandi kemur að því það er ekki laust við að kjellan sé orðin lúin. Sé samt ekki fram á að geta tekið lífinu með ró næstu dagana.....
Búin að taka nokkrar æfingar með einkaþjálfaranemanum. Það er meiriháttar að hafa einhvern svona frábæran eins og hana sem hugsar fyrir öllu, ég bara mæti og æfi. Gæti auðveldlega orðið háð þessu. Veit alla vega hvert ég hringi þegar sú staða kemur upp að ég geti varið aukakrónum í einkaþjálfun. Veit ekki alveg hvernig þetta verður þegar vikurnar 4 taka enda
Í gær tókum við brekkpressu. Æfing sem ég hef ekki prófað lengi eða ekki síðan ég var í Body Pumpinu í den. Holy Moly hvað það var erfitt, þarf greinilega að æfa þá vöðva betur
Síðasta sunnudag tókum við góða æfingu í WC Laugum. Þar sem ég var búin að mæla mér mót við uppáhaldsfrænkuna í pottinum í Laugardalslaug skellti ég mér í laugina og þar sátum við frænkur í sólinni og spjölluðum. Fín slökun það en eftir tæpa tvo tíma í pottinum var ég orðin vel rauð og ekki laust við að kjötið væri farið að losna af beinunum, en notalegt var það
Hef lítið farið út að skokka síðustu 3 vikur, veit ekki hvers vegna. Skokk er eitt það skemmtilegasta sem ég geri tengt hreyfingu. Dreif mig í dag þrátt fyrir að vera alveg búin á því andlega. Fór stutta hringinn í þetta sinn, Garmin tækið mælir hann sem 6.3. Km. Skipti þessu uppí göngu/skokk, þó fór meira fyrir skokkinu Í ljós kom að gamlan var ekki þreyttari en það að næg orka var afgangs til að skokka upp brekku, ekki eina heldur tvær. Önnur er stutt en hin mun lengri og ég skokkaði þær léttilega báðar. Það var því stolt kerla sem kom heim, full af orku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.