23.4.2012 | 20:02
Skellti mér á ....
mína fyrstu æfingu með Skokkhópi Garðabæjar. Það var vel tekið móti mér og svo var önnur sem var líka að mæta í fyrsta sinn, við báðar búnar að skokka eitthvað sjálfar. Farinn var ca 8 km hringur en mér tókst að dragast svo hressilega afturúr að ég missti af hópnum. Var svo laaaang síðust en hvað um það... ég komst á leiðarenda, heil á húfi Fann mér góða leið til baka. Það skiptir öllu, er það ekki ? Ástæðan er líklega sú að asminn var alveg að fara með mig, svo þegar ég kom heim kom í ljós að loftgæði voru ekki uppá sitt besta. Nú er ekkert annað en að taka þetta föstum tökum, vera duglegri að nota asmapústið, ekki bara þegar ég er að æfa í ræktinni og skokka. Minn erfiðasti tími varðandi gróðurofnæmið er að koma og þá er eins gott að vera við öllu búin
Ekki fer ég að hætta að fara út að skokka, ó nei
Gengur bara betur næst, þá ætla ég að fá alla leiðarlýsinguna svo ég geti náð hópnum ef ég missi af þeim. Þetta tekur sinn tíma og ekki í boði að gefast upp
Athugasemdir
Þú lifðir af. Til hamingju. Þú ert alger hetja. Muna eftir pústinu, góða skapinu og því að hver kílómeter er áfangi.
(Að vísu er gott að vita hvert hinir hlaupa)
EnnaEirný (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 20:37
Haha mikið rétt
Lífsbókin , 23.4.2012 kl. 21:07
Áfram Jóhanna, bara flott :D Ég þarf að taka þig til fyrirmyndar...strax eftir þessa viku, þá kemst ég í prófavikuna og get leyft mér að skjótast út að skokka ;)
Jórunn (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.