Eru sumar bækur merkilegri en aðrar ?

ég er býsna góð í því að standast freistingar, það eina sem háir mér er ilmandi kaffi, dökkt súkkulaði og góðar bækur. Það er erfitt að standast slíkar gersemar InLove

Ég fylgist  með bókmenntaumræðunni og horfi spennt á Kiljuna á RUV.  Þegar  ég var í grunnnáminu í KHÍ verðlaunaði ég mig með spennandi bók eftir hverja prófa/verkefnalotu í lok annar. 

Fyrir valinu verður oftar en ekki kilja, stundum kemur bókin strax út í pappírskilju, stundum þarf að bíða og það geri ég. Ég hef hvorki pláss né peningaráð til að kaupa eintómar innbundnar bækur. Stundum borgar það sig þegar um uppfletti- og fræðibækur er að ræða en annars ekki.

Þá komum við að kjarna málsins, í pappírskilju stendur nákvæmlega sami texti og í innbundnu bókinni. Kiljan er léttari sem er kostur, sér í lagi þegar maður situr eða liggur með bókina uppí rúmi eða kippir með sér til að lesa í strætó eða á kaffihúsum t.d. Svo er pappírskiljan mun ódýrari sem er mikill kostur, að mínu mati.

Í vikunni kom ég inní eina af verslunum Eymundsson í Reykjavík og spurði ungan afgreiðslumann um tiltekna splunkunýja bók. Jú bókin var til en aðeins í innbundin í harðspjaldaútgáfu. Í sakleysi mínu innti ég afgreiðslumanninn eftir því  hvort bókin fengist einnig  í kilju. Hann svaraði með spurningu sem var eitthvað á þá leið hvort ég vissi um hvers konar eðalbókmenntir væri verið að ræða ?  Crying

Ég vissi svo sem að bókin væri góð, hún vakti a.m.k. athygli mína og var rétt volg úr prentsmiðjunni en ég  skil ekki þessa áráttu hjá útgefendum að gefa ekki færi á að velja um innbundna bók eða pappírskiljuna.   Þau eru mörg meirstaraverkin sem hafa verið gefin út í kilju og eitt er víst að ég hefði hiklaust fest kaup á bókinni ef ég hefði haft tækifæri til þess að fá hana í minna broti og talsvert ódýrari Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Húsmóðir

Mikið rosalega skal ég vera sammála þér þarna - hef ekki tölu á þeim bókum sem ég hef sleppt að kaupa ( eða beðið með að kaupa ) þar til hún er komin út í kilju.

Húsmóðir, 9.9.2011 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband