Nýjar áherslur

Þessa önnina hef ég hvílt þetta blogg, ekki síst vegna þess að ég vissi ekki almennilega hvernig best væri að nýta það, svona efnislega séð. Tilgangurinn er augljós, að halda áfram að æfa mig í ritun texta og prófa nýja nálgun og áherslur. Mig langar að breyta um stefnu og takast á við ný efnistök sem munu tengjast helstu áhugamálum mínum, sem eru matargerð og næringarfræði ásamt fleiru skemmtilegu tengdu vinnunni minni. Ekkert er ákveðið hversu tíðir eða langir pistlarnir  verða, það fer algjörlega  eftir innblæstri og hugmyndaflugi.  Hvort einhver les þetta er algjört aukaatriði, en ef svo skemmtilega vill til að einhverjir leggja í að lesa þá væri gaman að fá viðbrögð Woundering

Nýlega lauk ég áhugaverðu og gífurlega ánægjulegu námskeiði, sem kallast Matur og menning, í HÍ. Eitt af verkefnunum þar var að halda matardagbók, útfærslan var frjáls. Ég tók þá stefnu að hafa þetta nokkurs konar matarblogg og aldrei að vita nema ég skelli inn einni færslu eða svo, sem sprottin er upp úr þeim pælingum.

Við sjáum svo bara til hvernig þetta þróast í sumar...   Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband