20.4.2012 | 12:25
Af stað.....
Gleðilegt sumar Nú er meiningin að byrja að blogga aftur og það af nokkrum krafti. Tilgangurinn er að geta seinna glaðst yfir góðum árangri og miðla minni reynslu til þeirra sem enn sitja í sófanum og spá og spekulera
Nú í vetur gerði ég nýtt markmiðakort varðandi það sem ég stefni að þetta árið. Árið 2011 var að mörgu leyti i erfitt en samt tókst mér að stíga út úr þægingdahringnum og skora á sjálfa mig á fleiri en einn máta. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Meira um það síðar.
Nú er ég komin af stað enn einu sinni og ætla mér að yfirstíga það sem lengi hefur staðið til, nefninlega að taka skokkið föstum tökum ásamt því að mæta í ræktina í sumar og lyfta þungt, mun þyngra en ég hef gert s.l. ár Tilgangurinn er að bæta heilsuna og útlitið og ekki verra ef nokkur kg fjúka um leið, rúm 2 hafa þegar látið undan og fleiri eiga eftir að fjúka. Mér til hvatningar eru yndislegar mæðgur, systir mín og elsta dóttir hennar sem hefur hjálpað mér með matarskammtana. Það kom nefninlega í ljós að ég borðaði hollan mat, bara of mikið af honum í einu, já það er víst líka hægt
Markmiðin eru að mestu tengd árangri í skokkinu. Mataræðið skiptir miklu máli og þyngdartapið fylgir þar með sem bónus. Það sem hefur reynst mér vel s.l. 4 vikur er að taka einn nammidag í viku. Nammidagana má færa innan vikunnar, stundum hentar vel að hafa þá á laugardögum, stundum á sunnudögum eða jafnvel í miðri viku, allt eftir því hvað hentar best mínu mynstri. Það merkir samt ekki að ég komi mér fyrir með skólabækurnar á nammibarnum í Hagkaup
Meira eftir helgi, nammidagur á morgun og ég ætla að njóta hans
Athugasemdir
Líst vel á þetta Jóhanna mín, á að fara 10 km aftur í Rvkmaraþoninu?
Jórunn (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 12:52
Já a.m.k. 10 km Byrja í Skokkhópi Garðabæjar næsta mánudag og ætla að skokka með þeim í sumar.... sjáum hvernig gengur. Aðalmálið er að bæta tímann í 10 km frá því í R.marathon í fyrra
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 13:05
Flott hjá þér Jóhanna mín:)ánægð með þig:)
ég mundi vilja leita til þín í maí eða byrjun júní með mínar lífsstílsbreytingar:)
knús
Guðrún Ingibjörg (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 17:57
Velkomið, Guðrún mín, ég er til í það Knús
Jóhanna (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 17:06
Ert svo dugleg elsku frænka! Gaman að þú skulir vera byrjuð að blogga, ég fylgist spennt með! :D
Knús
Alexandra (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.