Eitt skref í einu

Síðasta vika gekk vel. Ég er að þreifa fyrir mér varðandi skammtastærðir og hlutföll og tel
mig vera á réttri leið. Setti mér það markmið að borða meira grænmeti  eftir að hafa lesið bók Michael Pollan Mataræði.  Hann mælir með því að við breytum hlutföllum og höfum grænfóðrið sem uppistöðu en kjöt og fisk/kolvetni sem meðlæti. Ég tók hann á orðinu og finn hvað þessi hlutföll henta mér betur og þá sem aukin orka og vellíðan. Einmitt það sem ég  þarf á að halda.   

Hvað gerir grænmetið svona gott? M. Pollan bendir á að  vísindamenn séu ekki sammála um
hvaða þættir gera grænmetið svona hollt. Víst er að það er fleytifullt af góðum efnum líkt og trefjum ásamt góðum fitusýrum og svínvirka sem andoxun. Ekki verra að það inniheldur fáar hitaeiningar en góða  næringu. Trefjarnar hjálpa með því að vera lengi að fara í gegnum kerfið og þannig erum við södd lengur og því minni hætta á óhollu narti. Þær virka líka sem kústur í ristlinum og hjálpa til við
hreinsun líkamans, en til þess að það virki rétt er mikilvægt að drekka vel af vatni. Þetta er ekkert flókið, er það nokkuð?

Nú eru búðir smekkfullar af góðu fersku grænmeti.  Það er því lítið mál að elda góða og holla rétti. Með hjálp uppskrifta af netinu, matreiðslubóka og tímarita ætti þetta ekki að vera flókið. Svo er til fjölbreytt
úrval af frosnu grænmeti. Eitt af mínu uppáhalds af því tagi er grænn spergill, (fæst frosinn í Víði) steiktur á pönnu með  tómötum í litlum bitum og smá skvettu af balsamikediki. Svartur pipar úr kvörn og nokkrar flögur af Maldonsalti. Skora á ykkur að prófa.

Svona getur minn diskur litið út

 



 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband